English website

Fulltrúafundur er að jafnaði haldinn árlega, eða eftir því sem þörf er á. Á fundinum er farið er yfir tiltekin málefni og starfsemi aðildarfélaganna með fulltrúum frá þeim. Iðulega er einnig boðið upp á áhugaverð fræðsluerindi um hin ýmsu málefni er lúta að skógrækt.Fulltrúafundur 2017

Fyrirhugaður er fulltrúafundur skógræktarfélaganna laugardaginn 25. mars kl. 10 - 15 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1. Fundurinn verður haldinn í kjölfar fagráðstefnu skógræktar sem fram fer í Hörpu 23. – 24. mars. 

Megin þema fundarins er verkefnið Landgræðsluskógar en samningur við Umhverfis- og auðlindaráðuneyti rennur út 2018 en þá hefur verkefnið verið rekið óslitið í 29 ár.

Dagskrá

10:00 – 10:05  Setning. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
10:05 – 10:20 Landgræðsluskógar: Upphaf, tölfræði, breytingar. Starfsfólk SÍ.

10:20 – 10.35 Græðum hraun og grýtta mela. Árni Þórólfsson

10:35 – 12.00 Hópavinna

  • Plöntu- og landval og gróðursetning
  • Utanumhald – samningar, skráningar og skýrslugerð
  • Umhirða og uppbygging innviða í landgræðsluskógunum
  • Árangursmat – hvað hefur áunnist og hvað mætti betur fara

12:00 – 13:00 Hádegishlé – Súpa og brauð

13:00 – 13:35 Hópstjórar kynna niðurstöður

13:35 – 14:00 Íslensk skógarúttekt og skógar skógræktarfélaganna. Björn Traustason

14:00 – 14:15 Fulltrúi Umhverfisráðuneytis. Björn H. Barkarson  

14:15 – 15:00 Umræður og ályktanir

Léttar veitingar.

 
Fulltrúafundur 2013

Fulltrúafundur Skógræktarfélags Íslands 2013 var haldinn í Hestamiðstöð Íshesta við Kaldárselsveg í Hafnarfirði laugardaginn 6. apríl.

Lesa meira...
 
Fulltrúafundur 2012

Fulltrúafundur Skógræktarfélags Íslands 2012 var haldinn að Úlfljótsvatni laugardaginn 14. apríl, í Strýtunni – Útilífsmiðstöð Skáta.

Lesa meira...
 
Fulltrúafundur 2011

Laugardaginn 26. febrúar var fulltrúafundur skógræktarfélaganna haldinn og var Skógræktarfélag Mosfellsbæjar gestgjafi fundarins. Þema fundarins að þessu sinni voru hinar ýmsu skógarnytjar. Á fundinn mættu um 50 fulltrúar frá skógræktarfélögum um land allt.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 Næsta > Síðasta >>