English website
Skógrækt í sátt við umhverfið

Skógar þekja lítinn hluta Íslands í dag og er mikill áhugi fyrir því að auka útbreiðslu núverandi skóga og rækta nýja, þar sem henta þykir. Skógrækt er því viðfangsefni þúsunda einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana.

Skógrækt veldur breytingum. Því er afar mikilvægt að hún falli sem best að heildarsvipmóti lands og eins að hún raski ekki náttúru- eða menningarminjum.  Til þess að stuðla að því skipaði stjórn Skógræktarfélags Íslands starfshóp með þverfaglegum hópi aðila frá opinberum stofnunum og frjálsum félagasamtökum, til að vinna að gerð leiðbeininga um nýræktun skóga. Fengu þær heitið Skógrækt í sátt við umhverfið.

Var efni leiðbeininganna unnið fyrir uppsetningu á vef. Einnig eru á vefnum ýmsir tenglar sem gagnlegir eru ræktunarfólki.

 

FARA INN Á SKÓGRÆKT Í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ