English website
Tré ársins

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land. Fyrstu árin var Tré ársins valið á síðum Skógræktarritsins.

Tekið er við ábendingum um tré sem til greina koma allan ársins hring, á skog(hjá)skog.is.

 Ár Tré 
 1989  Birki (Betula pubescens) í Vaglaskógi.
 1993  Birki (Betula pubescens) í Fljótsdal.
 1994  Garðahlynur (Acer pseudoplatanus) við Suðurgötu í Reykjavík.
 1995  Reynir (Sorbus aucuparia) á Ferstiklu í Hvalfirði.
 1996  Evrópulerki (Larix decidua) á Skrúð í Dýrafirði.
 1997  Tvö lerkitré, líklega rússalerki (Larix sukaczewii) að Aðalstræti 52 á Akureyri.
 1998  Birki (Betula pubescens) við Sniðgötu á Akureyri.
 1999  Álmur (Ulmus glabra) að Túngötu 6 í Reykjavík.
 2000  Garðahlynur (Acer pseudoplatanus) við húsið Sólheima á Bíldudal.
 2001  Strandavíðir (Salix phylicifolia ‘Strandir’), að Tröllatungu í Arnkötludal.
 2002  Tvö grenitré, að Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu.
 2003  Garðahlynur (Acer pseudoplatanus) við Bröttuhlíð 4 í Hveragerði.
 2004  Evrópulerki (Larix decidua) við Hafnargötu 48 á Seyðisfirði.
 2005  Rússalerki (Larix sukaczewii), við Digranesveg í austurhluta Kópavogs.
 2006  Gráösp (Populus x canescens) að Austurgötu 12 í Hafnarfirði.
 2007  Lindifura (Pinus sibirica) í Mörkinni á Hallormsstað.
 2008  Garðahlynur (Acer pseudoplatanus ‘Purpureum’) við Borgarbraut 27 í Borgarnesi.
 2009  Hengibjörk (Betula pendula) í Kjarnaskógi, Akureyri.
 2010  Álmur (Ulmus glabra), að Heiðarvegi 35 í Vestmannaeyjum.
2011  Fjallagullregn (Laburnum alpinum), að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ.
2012  Gráösp (Populus x canescens), að Brekkugötu 8 á Akureyri.
2013  Alaskaösp (Populus balsamifera ssp. trichocarpa) á Freyshólum í Fljótsdal.
2014  Evrópulerki (Larix decidua) að Arnarholti í Stafholtstungum.
2015  Reyniviður (Sorbus aucuparia) að Sandfelli í Öræfum.
2016  Alaskaösp (Populus balsamifera  ssp. trichocarpa) að Garðastræti 11a í Reykjavík.