English website
EYJÓLFSSTAÐASKÓGUR Á HÉRAÐI
Opinn Skógur
 BÆKLINGUR 

Eyjólfsstaðaskógur varð Opinn skógur árið 2004.

Eyjólfsstaðaskógur á Völlum er í alfaraleið og tilvalinn útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar, rjóður með bekkjum og borðum og grill.

eyjolfsstadaskogur1eyjolfsstadaskogur2

 

Lýsing
Skógræktarfélag Austurlands keypti Eyjólfsstaðaskóg árið 1944. Eyðibýlið Einarsstaðir, neðan við skóginn innan Kaldár, fylgdi með í kaupunum. Um 1970 var lagður vegur að skóginum upp að Kaldá, þegar Alþýðusamband Austurlands keypti Einarsstaði af skógræktarfélaginu og reisti þar orlofsbústaði. Kaldá var brúuð 1986 og fyrsti skógarvegurinn var lagður í framhaldi af því.

Skógrækt
Eyjólfsstaðaskógur er 172 ha að flatarmáli og nær upp í um 250 m h.y.s. Skógurinn er að mestu vaxinn birki. Barrviðir voru fyrst gróðursettir 1949, en aðallega á árunum 1957-1974, mest grenitegundir, sem vaxa eins og best gerist á Íslandi.


Skógræktarfélag Austurlands
Skógræktarfélag Austurlands var stofnað árið 1938. Starfssvæði félagsins er Eyjólfsstaðaskógur. Þar rekur félagið félagsheimilið Blöndalsbúð, sem einnig er leigt út fyrir fundi og til gistingar fyrir félagsmenn skógræktarfélaga.