Skógræktarfélag Íslands

Fréttir
Trjárækt á Skaganum. Fundur mánud. 5. mars kl. 20 í Grundaskóla

Skógræktarfélag Akraness og Skógræktarfélag Skilmannahrepps standa fyrir fundi fyrir almenning mánudaginn 5. mars kl. 20 í Grundaskóla um trjárækt á Skaganum.
Fjallað verður almennt um efnið og um einstök tré í görðum fólks. Hvaða tré eru falleg, sérstök, merkileg en einnig hvað er hentugast að rækta á Skaganum. Hvaða tré henta í stað þeirra sem fólk er að fjarlægja úr görðum sínum (mest ösp en einnig sitkagreni o.fl.)?

Einnig verður fjallað um trjárækt á vegum bæjarins og á svæðum skógræktarfélaganna.

Frummælendur verða Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur og Sindri Birgisson umhverfisstjóri. Þá mætir sérfræðingur frá Skógræktarfélagi Íslands og segir m.a. frá því hvernig tré ársins er valið.

 
Stækkun Slögu 2018?

Á fundi sínum þann 5. feb. 2018 samþykkti Skipulags- og umhverfisráð Akranesbæjar eftirfarandi bókun:
Farið verði í stækkun á athafnasvæði Skógræktarfélags Akraness á svokölluðu Slögu svæði. Stækkun taki til, sbr. meðfylgjandi gögn, svæða A, B og skoðað verði hugsanlega með hluta af svæði E m.t.t. starfsemi moldartipps og fjárbænda.
Vonandi verður nýtt svæði girt fyrir sumarið og við getum hafið gróðursetningu þar. Það er afar áríðandi að skógræktarsvæði okkar verði stækkað.

Sjá svæðaskiptingu:

http://www.skog.is/akranes/attachments/042_Slaga_med_stækkun_2017_med_merkingum_4_2017_0516.jpg

 
Jólatrjáasala í Slögu 2017

Jólatré í Slögu

 

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Akraness verður í Slögu

sunnudagana 3. des., 10. des. og 17. des. 2017 kl. 12 - 15.

Leiðin upp í Slögu: ekið sömu leið og þegar ganga skal á Akrafjallið (fram hjá Gámaþjónustunni), beygt í áttina að Moldartippum og ekið þaðan að neðra bílastæðinu við Slögu.

Fólk getur valið sér tré í samráði við félagsmenn sem verða á staðnum og aðstoða.  Gott er að hafa með sér sög eða skóflu ef taka skal upp tré með hnaus (félagsmenn verða einnig með verkfæri).

Félagsmenn aðstoða við að saga tré. Athugið að trjám er ekki pakkað í net og því er best að vera með kerru. Tré verða keyrð heim til fólks á Akranesi fyrir þá sem þess óska.

 

Tréin eru langmest sitkagreni en einnig blágreni og fura.

Tréin þarf að staðgreiða. Engir kortaposar.

        Verð jólatrjáa

        Tré að 1,5 metra: 4000 kr.

        Tré 1,5 - 2 metrar: 5000 kr.

        Tré 2 - 2,5 metrar: 7000 kr.

        2,5 - 3 metrar: 9000 kr.

        3 - 4 metrar: 14.000 kr.

 

Nánari upplýsingar má fá í síma 897 5148 (Jens), með tölvupósti This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it og á heimasíðu félagsins: http://www.skog.is/akranes/

Hægt er að fá tré á öðrum tímum ef það hentar betur. Hafið samband við Jens eða aðra stjórnarmenn


 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Page 1 of 27

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is