Skógræktarfélag Íslands

Fréttir
Frábærir vinnudagar með skátunum miðvikudaginn 26. júlí og fimmtudaginn 27. júlí 2017

Skátar unnu ýmis sjálfboðastörf fyrir okkur í Skógræktarfélagi Akraness. 15 manna hópur mætti fyrir hádegi 26. júlí, annar 15 manna hópur eftir hádegi sama dag, þriðji 15 manna hópurinn mætti fyrir hádegi 27. júlí og loks mætti fjórði hópurinn (16 skátar) eftir hádegi þann dag.

Hóparnir voru heppnir með veður, unnu í sól og sumaryl nema eftir hádegi fyrri daginn þegar þoka lagðist yfir. Allir hóparnir stóðu sig afar vel við að gróðursetja, grisja úr sér sprottinn víði, setja niður ræsi og grafa ræsisskurði sem er hörku púlvinna. Þá var njóli klipptur, tekið til og ýmislegt fleira. Hvergi var slegið af. Það munar aldeilis um þessar vinnufúsu hendur.

Skátarnir voru frá hinum ýmsu Evrópulöndum, Kanada, Brasilíu, Mexíkó, Hong Kong, Líbanon o.s.frv. Þeir eru fæstir vanir svona vinnu en fljótir og viljugir að læra og óhræddir við að óhreinka sig í ræsagerðinni og annari vinnu.

Þrír fyrstu hóparnir unnu í Slögu en síðasti hópurinn vann við þjóðveginn þar sem aðallega var grisjað og gróðursett.

Nú er búið að gróðursetja öll 20 þús. tréin sem við fengum í sumar.

Raunar fengum við óvænt 5 manna skátahóp á föstudeginum. Tilefnið var heldur leiðinlegt, rollur komust í tré við Einbúann, kipptu upp og nöguðu nýgróðursett tréin. Við fengum skátana til að reka rollurnar. Þær fóru beinustu leið í gegnum gat á girðingunni að Ytra Hólmi. Þarna var gat sem lítil lömb komust í gegnum fyrr í sumar en nú tróðust stærðar rollur þar í gegn. Skátarnir aðstoðuðu við að loka gatinu og síðan við að taka til í gámnum. Allir brosandi og jákvæðir (þó þau væru berhent að kljást við gaddavírinn) þannig að maður gat ekki annað en glaðst með þeim þó rolluskjáturnar hafi óneitanlega spillt deginum og valdið ótrúlega miklu tjóni á stuttum tíma.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá skátavinnunni


alt

Gróðursett í Slögu


alt


Njóli klipptur

alt


Ræsi grafið niður og vatnsrás grafin meðfram stíg

alt


alt


alt

Gróðursett í Slögu

alt

Grisjað í Slögu. Úr sér sprottinn víðir var sagaður og klipptur niður

alt

Tekið á! Ræsi grafið niður

alt


alt

Grisjað

alt


Enn eitt ræsið grafið niður í Slögu

alt


alt


alt

Grisjað við þjóðveginn

alt

Gróðursett við þjóðveginn

alt

Grisjað við þjóðveginn

alt


Þessir hressu skátar ráku rollur á föstudeginum. Rollurnar fóru beint í gegnum girðinguna að Ytra Hólmi. Skátarnir aðstoðuðu við bráðabirgðaviðgerð á girðingunni (sjá neðri myndina). Eftir rollureksturinn tóku skátarnir til í gámnum og röðuðu m.a. upp plöntubökkum. Rollurnar ollu töluverðu tjóni, nöguðu tré og kipptu upp nýgróðursettum trjám

alt


alt


 
Sjálfboðaliðar skáta - sláttur göngustíga - rollur enn og aftur

1) Skátar. Miðvikudaginn 26. og fimmtudaginn 27. júlí 2017 munu 60 sjálfboðaliðar skáta frá öllum heimshornum vinna í skógræktinni í Slögu og við þjóðveginn. Kl. 8-12 og 13-17 á miðvikudeginum vinna þeir í Slögu, 15 skátar í hvort skiptið. Á fimmtudaginn kl. 8-12 vinna 15 skátar í Slögu og kl. 13-17 vinna 15 skátar við þjóðveginn. 

2) Sláttur göngustíga. Ingólfur Valdimarsson verktaki sló stíga í Slögu og í Garðaflóa laugardaginn 22. júlí. Nýja ruddasláttuvélin hans sló m.a. njólann eins og ekkert sé. Næst mun hann slá í ágúst. Við erum afskaplega ánægð með samstarfið við hann og bindum miklar vonir við að þetta gangi eins vel í framtíðinni. Sláttur á þessum svæðum hefur verið vandamál hingað til, m.a. vegna þess að enginn verktaki hér á Skaganum var með tæki í þessa framkvæmd nema þá fyrir himinháa greiðslu sem við ráðum ekki við.

3) Ekki eru allar fréttir af okkur svona góðar. Við höfum verið afar dugleg að setja niður tré undanfarið. Því miður komust rollur í bakkana okkar í Slögu laugardaginn 22. júlí. Tjónið af þeirra völdum var töluvert, sérstaklega virðast aspirnar hafa verið illa nagaðar. Ótrúlegt hvað rollueigendur á svæðinu eru hirðulausir um fé sitt og nenna ekki að halda því á þeim svæðum sem þeir hafa fengið úthlutað (ekki er vitað hvort þetta var fé bænda eða hobbýbænda hér á Skaganum). Á sunnudeginum var ær með 2 lömb rekin út um girðinguna fyrir neðan Slögu. Á þessu svæði er girðingin ónýt og rollurnar fara þarna inn og út eins og þeim sýnist. Vonum að Akranesbær lagi hana en helst af öllu viljum við fá svæðið þarna fyrir neðan girt af en þetta er hluti af svæði Slögu.

Hér að neðan sést ruddasláttuvélin. Slátturinn gekk fljótt og vel og m.a. var njólinn saxaður niður eins og ekkert sé.

alt

alt

Aspirnar voru illa leiknar eftir rollurnar. Á aðeins nokkrum klukkustundum var tjónið af þeirra völdum töluvert. Ekki bara á öspinni heldur einnig á reynitrjám, birki og víði.

alt

Hér sjálst rollurnar fimm sem ollu tjóninu.

alt

Þessi ær og lömbin tvö voru rekin úr Slögu í gegnum hripleka girðingu.

alt


 
Gönguferð um Slögu frestað - gróðursetning, framkvæmdir og fleiri fréttir

1) Gönguferðinni sem vera átti í júní hefur verið frestað vegna anna okkar skógræktarfólks við gróðursetningu trjánna sem við fengum nýlega. Það liggur á að koma trjánum í jörðu sem allra fyrst.

Stefnt er að gönguferð í júlí - ágúst og til athugunar er að fara í skoðunarferð um Akranes þar sem glæsileg tré í görðum verða skoðuð. Það yrði ekki fyrr en í ágúst - september.

2) Fyrir utan gróðursetninguna höfum við staðið í framkvæmdum. Inngangurinn í Slögu hefur verið lagaður, kurlið hulið með mold og bílastæðið og svæðið í kringum gáminn lagað. Þá hefur verið lagað til í kringum aðstöðu okkur við Einbúann. Eitt helsta vandamál okkar á báðum svæðum er vatnsskortur. Flytja þarf vatn frá bensínstöð á Skaganum í 1000 lítra tanki upp í Slögu með tilheyrandi mengun og tímasóun. Vatnið á bensínstöðinni er m.a. komið úr Slögu! Gáfuleg vinnubrögð eða hitt þó heldur. Við erum að skoða möguleikana á að fá vatn úr Slögu til að vökva plönturnar sem þar bíða plöntunar og e.t.v. til fleiri þarfa.

3) Rollur og girðingarmál taka drjúgan tíma frá okkur. Eltast þarf við rollur sem komast inn í Slögu í gegnum ónýta girðingu fyrir neðan Slögu. Ekkert hefur gengið að fá svæðið fyrir neðan Slögu til gróðursetningar eða a.m.k. girt svo við fáum frið fyrir röllunum. Við í skógræktarfélaginu erum yfirleitt á sjötugs- eða áttræðisaldri og ekki í standi til að eltast við rollur.

Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig möl hefur verið bætt í hinn erfiða inngang í Slögu til að draga úr hallanum

alt

Aðgangurinn að Einbúanum hefur verið lagaður með möl og trjám plantað við innganginn

alt

Hér sjást vökvunarbakkarnir fyrir neðan Slögu. Þeir eiga að halda raka á plöntunum í þurrkatíð. Vatnstankurinn er fullur af vatni sem fyllt var á hann á bensínstöð á Akranesi og dröslað upp í Slögu, 6 kílómetra. Vatnið á bensínstöðinni er m.a. fengið úr Slögu, örstutt frá vökvunarbökkunum.

alt

Hér sést vökvunarbakkin við Einbúann. Hjá honum eru alls konar ílát sem fylla þarf af vatni á bensínstöð og drösla að Einbúanum. Það er ekki langt í vatnsleiðslur þarna en dýrt er það ef við ætlum að fá aðgang að því.

alt

Kindur ásækja okkur í Slögu. M.a. í gegnum ónýta girðingu fyrir neðan skógræktarsvæðið. Við heitum á bæjaryfirvöld í girðingarmálum og að við fáum stærra svæði til skógræktar.

alt

 

 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Page 1 of 26

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is