Skógræktarfélag Íslands

Fréttir
Líf í lundi laugardaginn 23. júní kl. 13 - 15

Skógræktarfélög á Íslandi verða með dagskrá á skógræktarsvæðum sínum laugardaginn 23. júní.

Skógræktarfélag Akraness verður með dagskrá í Slögu þennan dag m.a. í samvinnu við Skátafélag Akraness.

Dagskráin er eftirfarandi:

Axarkast

Tálga grein og baka snúrubrauð

Steikja lummur

Pylsur á vægu verði

Þóra segir sögur kl. 14 og 14.30

Velkomin í skógræktina í Slögu kl. 13 - 15

Leikum okkur og höfum gaman

 

Slaga er skógræktarreitur við rætur Akrafjalls. Akið Akrafjallsveg við Gámu

Hvetjum fólk til að mæta, börn ekki síður en fullorðna.

 
Stjórnin endurkjörin á aðalfundi 9. apríl 2018

Stjórn Skógræktarfélags Akraness var endurkjörin á aðalfundinum 9. apríl 2018.

Stjórnina má sjá undir tenglinum "Félagið". Undir tenglinum "Skýrslur" má m.a. finna skýrslu formanns ásamt verkefnaskrá félagsins fyrir árið 2018. Verkefnaskráin er frá 22. apríl. Hún breytist eftir því sem verkefnunum vindur fram eða þau breytast. Sérstaklega margt er á dagskránni á árinu. Mikilvægast er að við fáum meira land til að gróðursetja í, vinna þarf landið til ræktunar (tæta), setja niður ræsi, leggja stíga, koma upp vatnsklósetti í Slögu og fjölmargt fleira er á dagskránni hjá okkar fátæka en virka félagi sjálfboðaliða. Við fáum erlenda sjálfboðaliða til að aðstoða okkur á árinu.

 
Aðalfundur mánudaginn 9. apríl kl. 20 í Grundaskóla

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness

verður haldinn

mánudaginn 9. apríl 2017 kl. 20.00 í Grundaskóla

 

Dagskrá

1)    Venjuleg aðalfundarstörf:

        Fundargerð síðasta aðalfundar

        Skýrsla formanns

        Reikningar

        Tillögur um félagsgjald. Ekki er lögð fram tillaga um breytingu á félagsgjaldi.

        Lagabreytingar. Ekki hefur komið fram tillaga um lagabreytingar

        Kosningar

2)    Líf í lundi 23. júní 2018. Þátttaka Skógræktarfélags Akraness í verkefninu. Framsaga: Katrín og Reynir.

3)    Verkefnaskrá ársins 2018. Við fáum nú meira land til skógræktar í Slögu og við þjóðveginn. Einnig fáum við væntanlega sjálfboðaliða til að aðstoða okkur. M.a. á að útbúa aðstöðu fyrir nýjar plöntur í Slögu (vatnsveita, pallur).

4)    Önnur mál.

 

Kaffiveitingar

 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Page 1 of 28

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is