Skógræktarfélag Íslands

Fréttir
Vorverkin

Undanfarið hafa verið klipptir asparstiklingar og þeir settir niður. Því verður haldið áfram fram í maí-júní. Þá þarf að yfirfara og lagfæra girðingar, m.a. við efra hlið Slögu en það hlið var sett upp í fyrra. Eftir er að ganga frá girðingunni að hliðinu. Síðan þarf að yfirfara alla girðinguna í kringum Slögu áður en ágangur sauðfjárins hefst. Undanfarið höfum við fengið mold og annan jarðvegsúrgang á grófa kurlið sem er við bílastæðið í Slögu. Vonandi náum við að hylja kurlið í sumar svo hægt sé að sá í sárið og gróðursetja tré.

Hér að neðan sjást hinir ómissandi stiklingapotarar sem gera það létt og fljótlegt verk að gróðursetja asparstiklinga. Stiklingapotararnir eru sérsmíðaðir fyrir okkur af Steðja og eru úr steypustyrkarjárni.

alt 

Myndin hér að neðan sýnir bílastæðið fyrir neðan Slögu. Þar eru nú moldarhaugar sem vonandi verður fljótlega ýtt yfir á kurlið.

alt

Loks er mynd af efra hliðinu í Slögu en þarna þarf að laga girðinguna.

alt

 

 
Aðalfundur mánudaginn 3. apríl kl. 20 í Grundaskóla

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness

verður haldinn

mánudaginn 3. apríl 2017 kl. 20.00 í Grundaskóla

 

Dagskrá

 

1)    Venjuleg aðalfundarstörf:

        Fundargerð síðasta aðalfundar

        Skýrsla formanns

        Reikningar

        Tillögur um félagsgjald

        Lagabreytingar. Tillaga lögð fram um að í varastjórn séu allt að sjö. Nú eru þeir tveir.

        Kosningar

2)    Verkefnaskrá ársins 2017. Traktorskaup, gróðursetning, stígagerð, jólatrjáasala o.fl.

3)    Önnur mál.

 

Kaffiveitingar

 
Verkefnin árið 2017

Helstu verkefni Skógræktarfélags Akraness 2017 má sjá í verkefnaskránni og landbótaáætluninni (undir skýrslur)

Aðalfundur félagsins var mánudaginn 3. apríl kl. 20 í Grundaskóla.

 

Þrjú stærstu verkefni skógræktarfélagsins á árinu eru að eignast traktor, fá viðbótarland til skógræktar og gróðursetning trjáa.

 

Traktor:

1) Útivist bætir heilsuna. Traktor myndi auðvelda okkur að þjónusta sívaxandi fjölda fólks sem gengur um Slögu og önnur skógræktarsvæði félagsins sér til heilsubótar. Þetta er ekki síst eldra fólk en einnig er töluvert um yngra fólk sem nýtur náttúrunnar þarna.  Leggja þarf stíga, endurbæta aðra og slá stíga, sem þegar eru til, með ruddasláttuvél.  Sjá nánar Landbótaáætlun Skógræktarfélags Akraness 2017.

2) Sjálfbær landnýting. Traktor myndi auðvelda okkar undirbúning lands undir gróðursetningu og endurnýtingu úrgangs eins og hrossaskíts í skógræktinni, kurlun á trjám sem yrði notuð í göngustíga o.fl.. Sjá nánar landbótaáætlunina.

3) Bætt umgengni.  Við þurfum að laga til við Einbúann, fjarlægja ónýtan skúr og fleira drasl og m.a. fá geymslugám fyrir traktorinn sem við fáum vonandi á árinu.

 

Viðbótarland til skógræktar, gróðursetning trjáa:

4) Kraftmikil skógrækt. Við óskum eftir meira skógræktarlandi, bæði í Slögu og við þjóðveginn. Við höfum verið dugleg að gróðursetja og ætlum okkur að verða ennþá duglegri á næstu árum. Sjá ósk okkar um viðbótarland í Slögu:  http://www.skog.is/akranes/attachments/042_Slaga_med_stækkun_2017_med_merkingum_3.jpg

5) Stefnt er að því að gróðursetja jafnmörg eða fleiri tré en í fyrra en þá voru gróðursett 13.784 tré. Þar af voru 3346 birkitré, 597 reynitré, 2775 grenitré, 4275 aspir (meirihlutinn stiklingar), 2084 furur, 670 lerki og 37 af öðrum tegundum (aðallega berja- og ávaxtatré).

 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Page 1 of 24

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is