Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Líf í lundi 23. júní 2018 tókst vel

Líf í lundi 23. júní tókst ákaflega vel hjá okkur á Akranesi þrátt fyrir rok og rigningu. Á þriðja tug mætti þrátt fyrir veðrið og hafði fólk gaman af. Skátarnir stóðu að þessu með okkur í skógræktarfélaginu og komu m.a. með tjaldhiminn sem reyndist afar vel þrátt fyrir rokið. Það skipti sköpum að við fundum skjólgóðan lund þar sem samkoman fór fram. Skjólið sem trén veita er afar mikilvægt þegar veðrið er eins og það er oft á Íslandi. Krakkar tálguðu, pylsur voru grillaðar, lummur og snúrubrauð bakað, Þóra sagði sögur og Reynir stóð fyrir axarkasti. Markið var búið til úr asparbol sem átti að fleygja.

alt

alt

alt


alt

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is