Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Stjórnin endurkjörin á aðalfundi 9. apríl 2018

Stjórn Skógræktarfélags Akraness var endurkjörin á aðalfundinum 9. apríl 2018.

Stjórnina má sjá undir tenglinum "Félagið". Undir tenglinum "Skýrslur" má m.a. finna skýrslu formanns ásamt verkefnaskrá félagsins fyrir árið 2018. Verkefnaskráin er frá 22. apríl. Hún breytist eftir því sem verkefnunum vindur fram eða þau breytast. Sérstaklega margt er á dagskránni á árinu. Mikilvægast er að við fáum meira land til að gróðursetja í, vinna þarf landið til ræktunar (tæta), setja niður ræsi, leggja stíga, koma upp vatnsklósetti í Slögu og fjölmargt fleira er á dagskránni hjá okkar fátæka en virka félagi sjálfboðaliða. Við fáum erlenda sjálfboðaliða til að aðstoða okkur á árinu.

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is