Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Ræsi sett niður og vegur lagaður fyrir neðan Slögu

Búið er að setja niður ræsi yfir skurð að svæði okkar fyrir neðan Slögu. Einnig leggja stíg að þessu svæði. Um er að ræða totu neðan við Slögu sem tilheyrir okkur skv. samningi. Þessi tota hefur aldrei verið girt og hobbý-rollueigendur hafa lagt hana undir sig. Nú hefur aðgengi að þessu svæði verið bætt og vonandi verður það girt og við getum hafið skógrækt þarna á næsta ári (svæði B á þessari mynd: http://www.skog.is/akranes/attachments/042_Slaga_med_stækkun_2017_med_merkingum_5_2017_0901.jpg).

Þá hefur vegurinn fyrir neðan Slögu verið bættur sem bætir aðgengi að þessu svæði okkar og ekki síður að neðsta hluta Slögu. Þetta mun nýtast vel í jólatrjáasölunni í desember.

Hér má sjá nýja ræsið.

alt

 

alt

alt

Jarðýta gerði þennan stíg sem er hugsaður sem grasstígur fyrir gangandi fólk og fyrir vinnutæki sem þarf þegar uppgræðsla hefst á svæði okkar.

alt

Þessi vegur var lagaður í fyrra með þunnu malarlagi. Nú hefur verið bætt við möl til að styrkja veginn. Nýtist vel í jólatrjáasölunni í desember.

alt

alt

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is