Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Kraftmikil skógrækt 2017

Við í Skógræktarfélagi Akraness höfum verið dugleg á árinu 2017. Það sem af er árinu höfum við gróðursett samtals 23.844 tré. Langflest trén gróðursettum við sjálf en einnig fengum við aðstoð sjálfboðaliða m.a. úr hópi erlendra skáta og innlendra sjálfboðaliða (sjálfboðaliðar Grétars úr Reykjavík og Rótarýklúbbur Akraness). Í Slögu voru gróðursett 19.373 tré og 4.471 við þjóðveginn. 5.561 birki, 1.440 reynitré, 4.336 grenitré, 5.806 aspir (þar af 1.876 stiklingar), 5.293 furur, 1.254 lerki og 154 af öðrum tegundum (selja, gulvíðir o.fl.).

Tré hafa vaxið mjög vel á árinu en þó hefur verið áberandi mikið af asparglyttu sem hefur farið illa með víðitré og aspir. Ýmisir aðrir sjúkdómar eins og sitkalús hafa einnig herjað á trén. Vöxtur trjáa sem óværa hefur herjað á er áberandi minn en hinna sem hafa sloppið.

Vöxtur nýrra trjáa er misjafn eftir aðstæðum. Langmestur þar sem aðstæður eru góðar eins og í beði sem útbúið var við Einbúann. Þar var grasi flett ofan af og þéttri moldinni rótað upp. Sett blákorn með. Þar hefur birkið vaxið úr um 15 cm í byrjun júní í 41 cm í byrjun sept. (hæstu tréin næstum 60 cm). Vöxturinn er næstum þrefaldur og rúmlega það þar sem hann er mestur!

Birkitré sem voru gróðursett í moldarflag fyrir neðan Slögu hafa ítrekað orðið fyrir árás 5-6 kinda. Þar er moldin líka mjög þurr í þurrkatíð og loks getur verið ansi vindasamt þarna fyrir neðan fjallið. Þar var meðalhæðin aðeins um 19 cm. Augljóst að rollubeitin hefur haft mest áhrif, bit sést á trjánum og lítið um laufblöð. Þá höfum við týnt upp fullt af trjám sem rollur hafa kippt upp og reynt að gróðursetja aftur.

Birki sem gróðursett var innanum hátt gras fyrir neðan Slögu slapp betur við rollubeit en í moldarflaginu. Þau sem sáust voru að meðaltali 31 cm sem er helmingsvöxtur. En hætt er við að mörg trjánna "kafni" innan um hátt grasið.

Til að hraða vexti trjánna og tryggja að þau lifi af þarf því að losna við rollubeit (og auðvitað hrossabeit), losna við samkeppni frá grasi og öðrum gróðri, bera áburð á og vökva í þurrkatíð ef það er mögulegt. Ef okkur í Skógræktarfélagi Akraness tekst að fá meira land til ræktunar eins og við höfum óskað eftir í  áratug, þá leggjum við mikla áherslu á að vinna landið til ræktunar áður en tré verða sett niður.   /Jens 21. sept. 2017

 Þessi mynd af trjábeðinu við Einbúa var tekin 15. júní. Um 15 cm há birkitrén sjást greinilega. Ósköp lítil að sjá.

alt

 Sama beð 14. sept. Greinilega má sjá mikinn vöxt birkitrjánna. Meðalhæð 41 cm en þau hæstu næstum 60 cm há. Í beðinu má einnig sjá valmúa sem var sáð.

alt

 Birkitré sem var sett niður í háu grasinu fyrir neðan Slögu. Erfitt er að finna þau en þau sem sáust voru að meðaltali um 31 cm, höfðu vaxið um helming.

alt

 Tré voru sett í vökvunarbakka á meðan þau biðu gróðursetningar. Sterkt plast með 4,5 cm spýtum á hliðunum. Passað að vatn væri í bakkanum í þurrkatíð. Blákorn og mold af trjásvæðum sett í bakkana til að örva vöxtinn. Á myndinni er birki úr tveimur sendingum. Efstu 5 bakkarnir (áberandi hærri) eru 40 cm há tré sem komu 1. júní. Þá voru þessi tré 15 cm há eða jafnhá trjánum í hinum bökkunum sem komu 6. júlí. Það borgar sig að hugsa vel um trén á meðan þau bíða gróðursetningar!

alt

 Birkitré í moldarflagi neðan Slögu. Greinilega má sjá að það hefur verið bitið. Þau sem enn sjást (hefur ekki verið kippt upp og/eða étin) eru aðeins að meðaltali 19 cm há. Það virðist því vera betra að gróðursetja í háu grasi (þar sem trén geta dulist) en í mold sem rollur hafa aðgang að.

alt

 Þessi asparlurkur var gróðursettur í Slögu og hefur fengið að vera í friði fyrir rollum og asparglyttu. Fínn vöxtur á nokkrum mánuðum.

alt

 Rollur komust því miður í nokkra bakka af trjám sem biðu gróðursetningar neðan Slögu. Aðeins 5 rollur en tókst samt að valda miklu tjóni á stuttum tíma, mest á ösp og reynitrjám.

alt

 Þetta grenitré var sett niður í moldarflaginu fyrir neðan Slögu. Kippt upp af rollum og þornaði upp áður en við fundum það.

alt

 Reynitré fyrir neðan Slögu. Öll blöðin nöguð af. Kindur virðast herja sérstaklega á ungar nýgróðursettar plöntur. 

alt

 Við settum nokkra asparlurka niður haustið 2016. Þeir virtust dafna vel í vor en í sept. var búið að naga af þeim öll laufblöð sem rollurnar náðu í. Þessi lurkur var óvenju hár, settur niður til reynslu. Búið að naga blöðin af sem voru í bithæð en hin virðast dafna vel.

alt

 Hér er dæmi um lurk sem var settur niður en rollurnar herja á. Laus og kominn á hliðina. Rollurnar virðast leggjast á eða nugga sér utan í lurka. Ef lurkarnir eru ekki þeim mun sverari þá losna þeir og leggjast á hliðina. Merkistikur sem við komum fyrir voru flestar brotnar.

alt

 Þessi asparlurkur inni í Slögu hefur orðið fyrir barðinu á asparglyttu. Sjá má kvikindin á myndinni. Lurkurinn er aðeins nokkra metra frá fallega lurknum hér að ofan sem virðist hafa losnað við asparglyttuna. Vonandi lifa báðir lurkarnir af.

alt

 Þessar 5 rollur frá Ytra Hólmi herjuðu á moldarflagið í allt sumar. Sluppu út um lélega girðinguna eða röltu yfir rimlahliðið þar sem keyrt er upp að gönguleiðinni á Akrafjallið. Á þessu svæði eiga engar rollur að vera.

alt

 Nokkrar rollur í eigu hobbýbænda á Akranesi komust ítrekað inn í Slögu í gegnum girðinguna neðst í Slögu. Voru mest á fremur gróðurlitlu svæði við efri girðinguna. Þar höfum gróðursett mikið af birki, lerki og furu á undanförnum árum til að upp geti vaxið skjólbelti gegn vindinum sem kemur ofan af eða meðfram fjallinu. Þarna hefur mikið af nýgróðursettum plöntum horfið ofan í örfáa rollukjafta. Illa farið með trén, peningana sem þau kostuðu og tíma okkar sjálfboðaliðanna. Rollueigendur láta ekki sjá sig og nenna ekki að sækja rollurnar nema til slátrunar á haustin.

alt

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is