Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Frábærir vinnudagar með skátunum miðvikudaginn 26. júlí og fimmtudaginn 27. júlí 2017

Skátar unnu ýmis sjálfboðastörf fyrir okkur í Skógræktarfélagi Akraness. 15 manna hópur mætti fyrir hádegi 26. júlí, annar 15 manna hópur eftir hádegi sama dag, þriðji 15 manna hópurinn mætti fyrir hádegi 27. júlí og loks mætti fjórði hópurinn (16 skátar) eftir hádegi þann dag.

Hóparnir voru heppnir með veður, unnu í sól og sumaryl nema eftir hádegi fyrri daginn þegar þoka lagðist yfir. Allir hóparnir stóðu sig afar vel við að gróðursetja, grisja úr sér sprottinn víði, setja niður ræsi og grafa ræsisskurði sem er hörku púlvinna. Þá var njóli klipptur, tekið til og ýmislegt fleira. Hvergi var slegið af. Það munar aldeilis um þessar vinnufúsu hendur.

Skátarnir voru frá hinum ýmsu Evrópulöndum, Kanada, Brasilíu, Mexíkó, Hong Kong, Líbanon o.s.frv. Þeir eru fæstir vanir svona vinnu en fljótir og viljugir að læra og óhræddir við að óhreinka sig í ræsagerðinni og annari vinnu.

Þrír fyrstu hóparnir unnu í Slögu en síðasti hópurinn vann við þjóðveginn þar sem aðallega var grisjað og gróðursett.

Nú er búið að gróðursetja öll 20 þús. tréin sem við fengum í sumar.

Raunar fengum við óvænt 5 manna skátahóp á föstudeginum. Tilefnið var heldur leiðinlegt, rollur komust í tré við Einbúann, kipptu upp og nöguðu nýgróðursett tréin. Við fengum skátana til að reka rollurnar. Þær fóru beinustu leið í gegnum gat á girðingunni að Ytra Hólmi. Þarna var gat sem lítil lömb komust í gegnum fyrr í sumar en nú tróðust stærðar rollur þar í gegn. Skátarnir aðstoðuðu við að loka gatinu og síðan við að taka til í gámnum. Allir brosandi og jákvæðir (þó þau væru berhent að kljást við gaddavírinn) þannig að maður gat ekki annað en glaðst með þeim þó rolluskjáturnar hafi óneitanlega spillt deginum og valdið ótrúlega miklu tjóni á stuttum tíma.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá skátavinnunni


alt

Gróðursett í Slögu


alt


Njóli klipptur

alt


Ræsi grafið niður og vatnsrás grafin meðfram stíg

alt


alt


alt

Gróðursett í Slögu

alt

Grisjað í Slögu. Úr sér sprottinn víðir var sagaður og klipptur niður

alt

Tekið á! Ræsi grafið niður

alt


alt

Grisjað

alt


Enn eitt ræsið grafið niður í Slögu

alt


alt


alt

Grisjað við þjóðveginn

alt

Gróðursett við þjóðveginn

alt

Grisjað við þjóðveginn

alt


Þessir hressu skátar ráku rollur á föstudeginum. Rollurnar fóru beint í gegnum girðinguna að Ytra Hólmi. Skátarnir aðstoðuðu við bráðabirgðaviðgerð á girðingunni (sjá neðri myndina). Eftir rollureksturinn tóku skátarnir til í gámnum og röðuðu m.a. upp plöntubökkum. Rollurnar ollu töluverðu tjóni, nöguðu tré og kipptu upp nýgróðursettum trjám

alt


alt


 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is