Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Sjálfboðaliðar skáta - sláttur göngustíga - rollur enn og aftur

1) Skátar. Miðvikudaginn 26. og fimmtudaginn 27. júlí 2017 munu 60 sjálfboðaliðar skáta frá öllum heimshornum vinna í skógræktinni í Slögu og við þjóðveginn. Kl. 8-12 og 13-17 á miðvikudeginum vinna þeir í Slögu, 15 skátar í hvort skiptið. Á fimmtudaginn kl. 8-12 vinna 15 skátar í Slögu og kl. 13-17 vinna 15 skátar við þjóðveginn. 

2) Sláttur göngustíga. Ingólfur Valdimarsson verktaki sló stíga í Slögu og í Garðaflóa laugardaginn 22. júlí. Nýja ruddasláttuvélin hans sló m.a. njólann eins og ekkert sé. Næst mun hann slá í ágúst. Við erum afskaplega ánægð með samstarfið við hann og bindum miklar vonir við að þetta gangi eins vel í framtíðinni. Sláttur á þessum svæðum hefur verið vandamál hingað til, m.a. vegna þess að enginn verktaki hér á Skaganum var með tæki í þessa framkvæmd nema þá fyrir himinháa greiðslu sem við ráðum ekki við.

3) Ekki eru allar fréttir af okkur svona góðar. Við höfum verið afar dugleg að setja niður tré undanfarið. Því miður komust rollur í bakkana okkar í Slögu laugardaginn 22. júlí. Tjónið af þeirra völdum var töluvert, sérstaklega virðast aspirnar hafa verið illa nagaðar. Ótrúlegt hvað rollueigendur á svæðinu eru hirðulausir um fé sitt og nenna ekki að halda því á þeim svæðum sem þeir hafa fengið úthlutað (ekki er vitað hvort þetta var fé bænda eða hobbýbænda hér á Skaganum). Á sunnudeginum var ær með 2 lömb rekin út um girðinguna fyrir neðan Slögu. Á þessu svæði er girðingin ónýt og rollurnar fara þarna inn og út eins og þeim sýnist. Vonum að Akranesbær lagi hana en helst af öllu viljum við fá svæðið þarna fyrir neðan girt af en þetta er hluti af svæði Slögu.

Hér að neðan sést ruddasláttuvélin. Slátturinn gekk fljótt og vel og m.a. var njólinn saxaður niður eins og ekkert sé.

alt

alt

Aspirnar voru illa leiknar eftir rollurnar. Á aðeins nokkrum klukkustundum var tjónið af þeirra völdum töluvert. Ekki bara á öspinni heldur einnig á reynitrjám, birki og víði.

alt

Hér sjálst rollurnar fimm sem ollu tjóninu.

alt

Þessi ær og lömbin tvö voru rekin úr Slögu í gegnum hripleka girðingu.

alt


 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is