Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Gönguferð um Slögu frestað - gróðursetning, framkvæmdir og fleiri fréttir

1) Gönguferðinni sem vera átti í júní hefur verið frestað vegna anna okkar skógræktarfólks við gróðursetningu trjánna sem við fengum nýlega. Það liggur á að koma trjánum í jörðu sem allra fyrst.

Stefnt er að gönguferð í júlí - ágúst og til athugunar er að fara í skoðunarferð um Akranes þar sem glæsileg tré í görðum verða skoðuð. Það yrði ekki fyrr en í ágúst - september.

2) Fyrir utan gróðursetninguna höfum við staðið í framkvæmdum. Inngangurinn í Slögu hefur verið lagaður, kurlið hulið með mold og bílastæðið og svæðið í kringum gáminn lagað. Þá hefur verið lagað til í kringum aðstöðu okkur við Einbúann. Eitt helsta vandamál okkar á báðum svæðum er vatnsskortur. Flytja þarf vatn frá bensínstöð á Skaganum í 1000 lítra tanki upp í Slögu með tilheyrandi mengun og tímasóun. Vatnið á bensínstöðinni er m.a. komið úr Slögu! Gáfuleg vinnubrögð eða hitt þó heldur. Við erum að skoða möguleikana á að fá vatn úr Slögu til að vökva plönturnar sem þar bíða plöntunar og e.t.v. til fleiri þarfa.

3) Rollur og girðingarmál taka drjúgan tíma frá okkur. Eltast þarf við rollur sem komast inn í Slögu í gegnum ónýta girðingu fyrir neðan Slögu. Ekkert hefur gengið að fá svæðið fyrir neðan Slögu til gróðursetningar eða a.m.k. girt svo við fáum frið fyrir röllunum. Við í skógræktarfélaginu erum yfirleitt á sjötugs- eða áttræðisaldri og ekki í standi til að eltast við rollur.

Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig möl hefur verið bætt í hinn erfiða inngang í Slögu til að draga úr hallanum

alt

Aðgangurinn að Einbúanum hefur verið lagaður með möl og trjám plantað við innganginn

alt

Hér sjást vökvunarbakkarnir fyrir neðan Slögu. Þeir eiga að halda raka á plöntunum í þurrkatíð. Vatnstankurinn er fullur af vatni sem fyllt var á hann á bensínstöð á Akranesi og dröslað upp í Slögu, 6 kílómetra. Vatnið á bensínstöðinni er m.a. fengið úr Slögu, örstutt frá vökvunarbökkunum.

alt

Hér sést vökvunarbakkin við Einbúann. Hjá honum eru alls konar ílát sem fylla þarf af vatni á bensínstöð og drösla að Einbúanum. Það er ekki langt í vatnsleiðslur þarna en dýrt er það ef við ætlum að fá aðgang að því.

alt

Kindur ásækja okkur í Slögu. M.a. í gegnum ónýta girðingu fyrir neðan skógræktarsvæðið. Við heitum á bæjaryfirvöld í girðingarmálum og að við fáum stærra svæði til skógræktar.

alt

 

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is