Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Sjálfboðaliðar í Slögu 1. júní - plöntur komnar

Að kvöldi 1. júní mættu 5 sjálfboðaliðar Grétars félaga okkar úr Reykjavík og aðstoðuðu okkur. Á sama tíma kom fyrsti plöntuskammturinn frá Sólskógum 13.610 tré. Eftir að bíllinn hafði verið affermdur var gróðursett í moldarflagið við gáminn.

Það munar um þessa hressu sjálfboðaliða af höfuðborgarsvæðinu.

alt

Hér sést hluti af plöntunum sem komu: birki, reynir, stafafura, bergfura, sitkagreni, blágreni, lerki. Við eigum eftir að fá ösp og meira birki. Það verður því nóg að gera á næstunni.

alt

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is