Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Vinnufundir á mánudögum kl. 17-19 - Mold sett yfir kurlið við gáminn - Rollur við Einbúann

Vinnufundir verða hér eftir alla mánudaga kl. 17 - 19. Mæting við Einbúann. Vinna við allra hæfi eða bara skoða hvað við erum að gera. Allir hjartanlega velkomnir.

Mikið hefur verið um að vera hjá félaginu undanfarið. Búið er að þekja kurlið við gáminn með mold. Nú þarf að gróðursetja þarna og útbúa framtíðarútivistarsvæði. Brýnast er þó að girða svæðið af svo nýgræðingurinn fái að vera í friði fyrir sauðkindinni. Mjög fljótlega fáum við rúmlega 20 þús. tré sem þarf að gróðursetja á svæðum félagsins.

Hér að neðan eru myndir af framkvæmdum þegar mold var flutt frá moldartyppunum og jöfnuð út yfir kurlið

alt

alt

Hér sést svæðið að loknum framkvæmdum. Búið að draga langa þunga keðju (sem sést á myndunum) þvers og kruss yfir mest allt svæðið til að jafna það út og gera klárt fyrir sáningu á grasfræjum og gróðursetningu trjáa.

alt

alt

alt

alt

Þessi rolla sást m.a. éta ösp sem við gróðursettum nálægt Einbúanum. Fleiri sauðkindur voru þarna sem höfðu sloppið út fyrir arfaslakar girðingar sem áttu að halda þeim.

alt

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is