Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Jólatrjáasala í Slögu sunnudagana 11. des. og 18. des.

Jólatré í Slögu

 

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Akraness verður í Slögu

sunnudagana 11. des. og 18. des. 2016 kl. 12 - 15.

Leiðin upp í Slögu: ekið sömu leið og þegar ganga skal á Akrafjallið (fram hjá Gámaþjónustunni), beygt í áttina að Moldartippum og ekið þaðan að neðra bílastæðinu við Slögu.

Fólk getur valið sér tré í samráði við félagsmenn sem verða á staðnum og aðstoða.  Gott er að hafa með sér sög eða skóflu ef taka skal upp tré með hnaus (félagsmenn verða einnig með verkfæri).

Félagsmenn aðstoða við að saga tré. Athugið að trjám er ekki pakkað í net og því er best að vera með kerru. Tré verða keyrð heim til fólks á Akranesi fyrir þá sem þess óska.

 

Umhverfisvæn jólatré. Við bjóðum upp á umhverfisvæn jólatré sem eru tré með hnaus í 65 lítra múrbölum.  Fín til að hafa úti (göt á botni múrbalanna). Hæð um 100 - 150 cm.  Verð: 9000.  Skilagjald á potti: 1000, á tré: 1000.  Ef tré og potti er skilað aftur kostar tréð 7000.  Tréð verður sett niður á nýjum stað í skógræktinni þar sem betur fer um það en á gamla staðnum. Tré og pottur verða sótt til fólks eftir jólin sé þess óskað.

Tréin eru langmest sitkagreni en einnig fura.

Tréin þarf að staðgreiða. Engir kortaposar.

        Verð jólatrjáa annarra en pottatrjáa:

        Tré að 1,5 metra: 4000 kr.

        Tré 1,5 - 2 metrar: 5000 kr.

        Tré 2 - 2,5 metrar: 7000 kr.

        2,5 - 3 metrar: 9000 kr.

        3 - 4 metrar: 14.000 kr.

 

Nánari upplýsingar má fá í síma 897 5148 (Jens), með tölvupósti This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it og á heimasíðu félagsins: http://www.skog.is/akranes/

 

Mynd af pottatrjánum fjórum sem verða til sölu fyrir jól. Ef ekki frystir getur fólk valið önnur tré til að setja niður. Þessi fjögur tré eru 100 cm, 110 cm, 116 cm og 126 cm á hæð (mælt frá potti). Potturinn er 34 cm á hæð.

alt

Þetta tré er fyrir framan hús á Akranesi. Frjálslega vaxið, tveir stofnar og ekki réttur jólatrjáavöxtur að öðru leyti (m.a. ójafn vöxtur eins og oft verður þar sem ein hlið er í skjóli en önnur áveðurs). En slík tré sem hafa vaxið upp í óblíðri íslenskri náttúru geta verið ekki síður skemmtileg en stöðluð og snyrt jólatré.

alt

alt

 

Nokkrar myndir frá jólatrjáasölunni fyrir síðustu jól, 2015. Þar fyrir neðan má sjá mynd af pottatré fyrir utan hús 2015. Loks er mynd af þrem pottatrjám sem verða til sölu fyrir þessi jól.

alt

alt

alt

 Boðið er uppá kakó og kökur.

alt

Svona líta umhverfisvænu pottatréin út. Tré fyrir utan hús jólin 2015.

 alt

Hér má sjá dæmi um pottatré sem verða til sölu fyrir jólin

alt

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is