Skógræktarfélag Íslands

Fréttir


Jólatrjáasala í Slögu 9. og 16. des. 2018

Jólatré í Slögu

 

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Akraness verður í Slögu

sunnudagana 9. des. og 16. des. 2018 kl. 12 - 15.

Leiðin upp í Slögu: ekið sömu leið og þegar ganga skal á Akrafjallið (fram hjá Gámaþjónustunni), beygt í áttina að Moldartippum og ekið þaðan að neðra bílastæðinu við Slögu.

Fólk getur valið sér tré í samráði við félagsmenn sem verða á staðnum og aðstoða.  Gott er að hafa með sér sög eða skóflu ef taka skal upp tré með hnaus (félagsmenn verða einnig með verkfæri).

Félagsmenn aðstoða við að saga tré. Athugið að trjám er ekki pakkað í net og því er best að vera með kerru. Tré verða keyrð heim til fólks á Akranesi fyrir þá sem þess óska.

 

Tréin eru langmest sitkagreni en einnig blágreni og fura.

Tréin þarf að staðgreiða. Engir kortaposar.

        Verð jólatrjáa

        Tré að 1,5 metra: 4000 kr.

        Tré 1,5 - 2 metrar: 5000 kr.

        Tré 2 - 2,5 metrar: 7000 kr.

        2,5 - 3 metrar: 9000 kr.

        3 - 4 metrar: 14.000 kr.

 

Nánari upplýsingar má fá í síma 897 5148 (Jens), með tölvupósti This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it og á heimasíðu félagsins: http://www.skog.is/akranes/

Hægt er að fá tré á öðrum tímum ef það hentar betur. Hafið samband við Jens eða aðra stjórnarmenn

 
Skátar gróðursettu við þjóðveginn

Mánudaginn 17. sept. 2018 gróðursettu skátar á Akranesi í reit skógræktarfélagsins í Garðaflóa nálægt bílastæðinu við Klapparholt. Aðeins voru eftir 2 bakkar af birki (134 plöntur) og voru þessir ungu dugnaðarforkar fljótir að gróðursetja trén. Hefðu viljað gróðursetja meira í blíðviðrinu, sól og góðum september-hita.

alt

Áður en verk var hafið útskýrði Katrín hvernig nota skyldi verkfærin, fjarlægð milli plantna o.s.frv. Skátarnir fylgdust með af athygli.

alt

Þóra Björk aðstoðar í gróðursetningunni

alt

Bjarni aðstoðar skáta

alt


 
Gróðursetning og jarðvinnsla neðan Slögu og við þjóðveginn

Vikuna 20. -24. ágúst gróðursettu sjálfboðaliðar á vegum Skógræktarfélags Íslands í Slögu og í Garðaflóa (meðfram þjóðveginum). Það munaði aldeilis um þessa dugnaðarforka sem drógu hvergi af sér í vinnu. Gróðursett voru birkitré, fura, blágreni og sitkagreni og örlítið af gráöl, lindifuru og asparstiklingum. Í Slögu ruddi jarðýta stíg meðfram Slögulæk (sem er neðan Slögu og fær vatn sitt af svæðinu). Landið var tætt fyrir gróðursetningu og best er að tæta það tvisvar þar sem grasið á svæðinu er hátt og öflugt.
Jón Ásgeir skógfræðingur hjá SÍ fylgdi sjálfboðaliðunum og stjórnaði gróðursetningu og gaf góð ráð. Í Slögu var fyrst og fremst gróðursettur jólatrjáaskógur en meira blandað við þjóðveginn. Okkur vantaði aspir, landið meðfram þjóðveginum er fyrst og fremst asparland vegna þess hversu blautt það er.

Á myndinni hér að neðan eru Monika frá Póllandi, Gorka frá Spáni, Elena frá Spáni, Jana frá Tékklandi, Manuel frá Ítalíu og Jón Ásgeir skógfræðingur

alt

Jarðýta ruddi stíg meðfram Slögulæk (skurðurinn neðan Slögu). Meðfram stígnum var birki gróðursett og einnig fura og greni. Grasfræjum verður sáð í stíginn sem á að vera grasstígur nema umferðin verði þeim mun meiri í framtíðinni.

alt

Um fjórðungur landsins sem við fengum í Slögu var tættur. Til að spara var aðeins hluti landsins tættur tvisvar. Þar sem grasið er afar öflugt borgar sig að tæta tvisvar í framtíðinni. Eftir er að skipuleggja landið nánar en þarna verður jólatrjáaskógur og útivistarskógur í bland. Þegar lagðir hafa verið grasstígar verður landið prýðilegt fyrir trimmara, hæfilegur bratti til að reyna á hlaupara og landið mjúkt og ólíkt betra fyrir fæturna en harðar gangstéttir.

alt

Hér tætarinn á fullu í Garðaflóa (meðfram þjóðveginum). Þarna er landið víða blautt eins og sjá má á fífunum.

alt

Grasið er ansi hátt í Garðaflóa og því borgar sig að tæta landið tvisvar til að flýta fyrir vexti trjánna.

alt

Gróðursett var í reitum til að skógræktin yrði ekki eins einsleitEftir margra ára baráttu voru girðingar hestamanna loksins færðar svo við gætum gróðursett í land sem okkur er ætlað. Ennþá er ekki búið að fjarlægja allar girðingar sem átti að vera búið að færa 1. júní.

alt

Alls voru gróðursett í sumar 23.314 tré + asparstiklingar
120 b. (67) stafafura (Kollab...?) 8.040
150 b. (40) sitkagreni (Snæfoksst.) 6.000
50 b. (40) blágreni(Rio Grande) 2.000
50 b. (67) birki (Embla) 3.350
50 b. (67) birki (Bolholt) 3.350
2 b. (67) bergfura 134 (skv. seðli fengum við 67)
5 b. (40) lindifura 200
Þá voru keyptir 6 bakkar af gráelri í Þöll (240)
Loks voru klipptir niður fullt af asparstiklingum og "drjólum" (mun stærri). Eftir að telja fjöldann.

29. ágúst 2018/Jens

 
Tæting í Slögu og við þjóðveginn. Sjálfboðaliðar rífa girðingar

4. og 5. júlí  var landið fyrir neðan Slögu tætt en það tilheyrir Skógræktarfélaginu skv. samningi frá 1990. Þetta land hefur verið skorið sundur af skurðum og er þýft og erfitt yfirferðar. Þessi öflugi tætari frá Bjarmari er rúmlega 3 metrar á breidd og ótrúlega afkastamikið tæki. Þetta svæði verður samt ekki allt tætt núna, aðeins þurrari svæðin til að gera stíga og svo að við getum byrjað að gróðursetja. Þegar um hægist í haust og vetur förum við um svæðið og skipuleggjum það. T.d. væri gaman að gera tjörn þar sem blautast er neðst á svæðinu.

alt

Útlendir sjálfboðaliðar á vegum Akranesbæjar hafa undanfarið unnið ýmis störf í bænum. M.a. hafa þau fjarlægt hestagirðingar nálægt þjóðveginum á svæði sem tilheyrir Skógræktarfélaginu skv. samningi frá 2002. Hestamenn sem þarna voru með hesta áttu að fjarlægja girðingarnar í júníbyrjun en enginn þeirra hafði gert neitt í júlíbyrjun svo bærinn lét sjálfboðaliðana rífa girðingarnar. Einnig tóku þau nokkrar ónýtar girðingar sem voru á svæði okkar. Svo hafa þau verið að þrífa strandsvæðin o.fl. Þetta er afar duglegt og ósérhlífið fólk og við Akurnesingar stöndum í þakkarskuld við þau.

alt

Stór svæði svæði voru tætt við þjóðveginn 5.  júlí. Þó er eftir að tæta svæði í miðjum flóanum þar sem er mjög blautt og nokkur svæði þar sem hestamenn höfðu enn ekki fært girðingarnar. Verið er að færa girðingarnar þessa dagana þannig að hægt verði að tæta svæðin um leið og blauta svæðið verður tætt (þegar þornar).

 Aðeins hluti svæðisins verður tættur í sumar. 

Við fengum ekki yfirráð yfir Einbúanum, einu hæðinni í Garðaflóa. Óskuðum raunar ekki eftir því að fá hæðina til skógræktar en vildum að fólk hefði aðgengi að þessum útsýnisstað. Svæðið verður áfram girt með rafmagnsgirðingu og því ekki aðgengilegt almenningi.

Hér að neðan eru myndir af tætaranum í Garðaflóanum. Mávar fylgdu honum eftir og nutu góðs af tætingunni.

alt

alt

Mikill munur er á tætta svæðinu og því sem ekki hefur verið tætt. Ótættu svæðin eru oftast þýfð og erfið yfirferðar eftir alla beitina auk þess sem erfitt er að gróðursetja í þau.

alt

 
Líf í lundi 23. júní 2018 tókst vel

Líf í lundi 23. júní tókst ákaflega vel hjá okkur á Akranesi þrátt fyrir rok og rigningu. Á þriðja tug mætti þrátt fyrir veðrið og hafði fólk gaman af. Skátarnir stóðu að þessu með okkur í skógræktarfélaginu og komu m.a. með tjaldhiminn sem reyndist afar vel þrátt fyrir rokið. Það skipti sköpum að við fundum skjólgóðan lund þar sem samkoman fór fram. Skjólið sem trén veita er afar mikilvægt þegar veðrið er eins og það er oft á Íslandi. Krakkar tálguðu, pylsur voru grillaðar, lummur og snúrubrauð bakað, Þóra sagði sögur og Reynir stóð fyrir axarkasti. Markið var búið til úr asparbol sem átti að fleygja.

alt

alt

alt


alt

 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Page 1 of 18

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is