Skógræktarfélag Íslands

Skátar gróðursettu við þjóðveginn

Mánudaginn 17. sept. 2018 gróðursettu skátar á Akranesi í reit skógræktarfélagsins í Garðaflóa nálægt bílastæðinu við Klapparholt. Aðeins voru eftir 2 bakkar af birki (134 plöntur) og voru þessir ungu dugnaðarforkar fljótir að gróðursetja trén. Hefðu viljað gróðursetja meira í blíðviðrinu, sól og góðum september-hita.

alt

Áður en verk var hafið útskýrði Katrín hvernig nota skyldi verkfærin, fjarlægð milli plantna o.s.frv. Skátarnir fylgdust með af athygli.

alt

Þóra Björk aðstoðar í gróðursetningunni

alt

Bjarni aðstoðar skáta

alt


 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is