Skógræktarfélag Íslands

Gróðursetning og jarðvinnsla neðan Slögu og við þjóðveginn

Vikuna 20. -24. ágúst gróðursettu sjálfboðaliðar á vegum Skógræktarfélags Íslands í Slögu og í Garðaflóa (meðfram þjóðveginum). Það munaði aldeilis um þessa dugnaðarforka sem drógu hvergi af sér í vinnu. Gróðursett voru birkitré, fura, blágreni og sitkagreni og örlítið af gráöl, lindifuru og asparstiklingum. Í Slögu ruddi jarðýta stíg meðfram Slögulæk (sem er neðan Slögu og fær vatn sitt af svæðinu). Landið var tætt fyrir gróðursetningu og best er að tæta það tvisvar þar sem grasið á svæðinu er hátt og öflugt.
Jón Ásgeir skógfræðingur hjá SÍ fylgdi sjálfboðaliðunum og stjórnaði gróðursetningu og gaf góð ráð. Í Slögu var fyrst og fremst gróðursettur jólatrjáaskógur en meira blandað við þjóðveginn. Okkur vantaði aspir, landið meðfram þjóðveginum er fyrst og fremst asparland vegna þess hversu blautt það er.

Á myndinni hér að neðan eru Monika frá Póllandi, Gorka frá Spáni, Elena frá Spáni, Jana frá Tékklandi, Manuel frá Ítalíu og Jón Ásgeir skógfræðingur

alt

Jarðýta ruddi stíg meðfram Slögulæk (skurðurinn neðan Slögu). Meðfram stígnum var birki gróðursett og einnig fura og greni. Grasfræjum verður sáð í stíginn sem á að vera grasstígur nema umferðin verði þeim mun meiri í framtíðinni.

alt

Um fjórðungur landsins sem við fengum í Slögu var tættur. Til að spara var aðeins hluti landsins tættur tvisvar. Þar sem grasið er afar öflugt borgar sig að tæta tvisvar í framtíðinni. Eftir er að skipuleggja landið nánar en þarna verður jólatrjáaskógur og útivistarskógur í bland. Þegar lagðir hafa verið grasstígar verður landið prýðilegt fyrir trimmara, hæfilegur bratti til að reyna á hlaupara og landið mjúkt og ólíkt betra fyrir fæturna en harðar gangstéttir.

alt

Hér tætarinn á fullu í Garðaflóa (meðfram þjóðveginum). Þarna er landið víða blautt eins og sjá má á fífunum.

alt

Grasið er ansi hátt í Garðaflóa og því borgar sig að tæta landið tvisvar til að flýta fyrir vexti trjánna.

alt

Gróðursett var í reitum til að skógræktin yrði ekki eins einsleitEftir margra ára baráttu voru girðingar hestamanna loksins færðar svo við gætum gróðursett í land sem okkur er ætlað. Ennþá er ekki búið að fjarlægja allar girðingar sem átti að vera búið að færa 1. júní.

alt

Alls voru gróðursett í sumar 23.314 tré + asparstiklingar
120 b. (67) stafafura (Kollab...?) 8.040
150 b. (40) sitkagreni (Snæfoksst.) 6.000
50 b. (40) blágreni(Rio Grande) 2.000
50 b. (67) birki (Embla) 3.350
50 b. (67) birki (Bolholt) 3.350
2 b. (67) bergfura 134 (skv. seðli fengum við 67)
5 b. (40) lindifura 200
Þá voru keyptir 6 bakkar af gráelri í Þöll (240)
Loks voru klipptir niður fullt af asparstiklingum og "drjólum" (mun stærri). Eftir að telja fjöldann.

29. ágúst 2018/Jens

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is