Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Vorverkin

Undanfarið hafa verið klipptir asparstiklingar og þeir settir niður. Því verður haldið áfram fram í maí-júní. Þá þarf að yfirfara og lagfæra girðingar, m.a. við efra hlið Slögu en það hlið var sett upp í fyrra. Eftir er að ganga frá girðingunni að hliðinu. Síðan þarf að yfirfara alla girðinguna í kringum Slögu áður en ágangur sauðfjárins hefst. Undanfarið höfum við fengið mold og annan jarðvegsúrgang á grófa kurlið sem er við bílastæðið í Slögu. Vonandi náum við að hylja kurlið í sumar svo hægt sé að sá í sárið og gróðursetja tré.

Hér að neðan sjást hinir ómissandi stiklingapotarar sem gera það létt og fljótlegt verk að gróðursetja asparstiklinga. Stiklingapotararnir eru sérsmíðaðir fyrir okkur af Steðja og eru úr steypustyrkarjárni.

alt 

Myndin hér að neðan sýnir bílastæðið fyrir neðan Slögu. Þar eru nú moldarhaugar sem vonandi verður fljótlega ýtt yfir á kurlið.

alt

Loks er mynd af efra hliðinu í Slögu en þarna þarf að laga girðinguna.

alt

 

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is